19.12.1987
Neðri deild: 33. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 2761 í B-deild Alþingistíðinda. (2089)

194. mál, verkaskipting ríkis og sveitarfélaga

Forseti (Jón Kristjánsson):

Eins og ég tók fram fyrir stundu verður þessum fundi nú frestað. (GHelg: Forseti. Ég tel mig hafa nauðsynlegar upplýsingar í höndum fyrir væntanlegan forsetafund og vil fara fram á við forseta að ég fái 2–3 mínútur áður en forseti frestar fundi.) Þar sem hv. þm. hefur upplýst að hann muni aðeins gera örstutta athugasemd er það leyft í skjóli þess að hv. þm. segist vera með nýjar upplýsingar um þetta mál sem gætu varpað á það ljósi. Hv. 13. þm. Reykv. tekur til máls, en það rýrir ekki rétt hv. 2. þm. Austurl. til að halda áfram sínu máli eftir fundarhlé.