12.10.1987
Efri deild: 1. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 11 í B-deild Alþingistíðinda. (21)

Kosning forseta og skrifara

Forseti (Guðrún Agnarsdóttir):

Ég þakka hæstv. aldursforseta fyrir hlý orð og árnaðaróskir í minn garð. Enn fremur þakka ég hv. þingdeildarmönnum fyrir það traust sem þeir hafa sýnt mér. Ég vænti þess að við munum eiga gott samstarf á því kjörtímabili sem nú fer í hönd.

Hinn kjörni fyrri varaforseti lét fara fram kosningu annars varaforseta deildarinnar. Kosningu hlaut

Salome Þorkelsdóttir, 6. þm. Reykn., með 17 atkv., en 1 seðill var auður.

Þessu næst voru kosnir skrifarar deildarinnar að viðhafðri hlutfallskosningu. Fram kom einn listi sem á voru EgJ og VS. — Samkvæmt því lýsti forseti yfir að kosin væru án atkvæðagreiðslu:

Egill Jónsson, 5. þm. Austurl., og

Valgerður Sverrisdóttir, 5. þm. Norðurl. e.