21.12.1987
Efri deild: 35. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 2924 í B-deild Alþingistíðinda. (2134)

181. mál, stjórn fiskveiða

Eiður Guðnason:

Herra forseti. Ég held að hv. 11. þm. Reykv. hafi ekki hlustað nógu grannt. Ég sagði: Stjórnarandstaðan og ýmislegt annað. Þar hafa þm. stjórnarliðsins líka átt hlut að máli með löngum umræðum, sett á langar tölur og orðið þess valdandi að ýmis mál hafa lent í útideyfu. Ég þarf ekkert að skýra það nánar fyrir hv. þm. Viti hann ekki skýringuna og skilji hana ekki hefur hann einfaldlega ekki verið að fylgjast með þingstörfum undanfarið.