22.12.1987
Efri deild: 36. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 3010 í B-deild Alþingistíðinda. (2158)

181. mál, stjórn fiskveiða

Salome Þorkelsdóttir:

Herra forseti. Hér fer fram atkvæðagreiðsla um brtt. við 4. gr. frv. sem ætlað er að tryggja veiðileyfi skipa sem koma í stað þeirra sem fórust á árunum 1983 og 1984. Ég tel þetta vera réttlætismál og ég harma að ekki hefur tekist að ná samkomulagi um þetta atriði þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Vegna stöðu málsins nú og þess samkomulags sem náðst hefur í meiri hl. sjútvn. og í von um að frekari umfjöllun málsins leiði til betri lausnar áður en það verður endanlega afgreitt á hv. Alþingi segi ég nei við þessari brtt.