21.12.1987
Neðri deild: 35. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 3109 í B-deild Alþingistíðinda. (2183)

141. mál, bann við ofbeldiskvikmyndum

Frsm. allshn. (Ólafur G. Einarsson):

Herra forseti. Ég mæli fyrir nál. allshn. um frv. til laga um breyt. á lögum nr. 33/1983, um bann við ofbeldiskvikmyndum.

Frv. var upphaflega flutt í hv. Ed. af tveimur þingkonum Kvennalistans en þar sem gert var ráð fyrir að svokallað sólarlagsákvæði í lögunum yrði fellt brott við meðferð málsins í Ed. lagði hæstv. menntmrh. til að frv. yrði breytt í þá veru að 6. gr. laganna orðaðist þannig:

„Lög þessi öðlast þegar gildi og gilda til ársloka 1988.“

Hæstv. ráðherra lýsti því jafnframt yfir að unnið væri að endurskoðun laganna í menntmrn. Þannig er þetta mál komið frá hv. Ed. og allshn. leggur einróma til að frv. verði samþykkt.