21.12.1987
Neðri deild: 35. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 3127 í B-deild Alþingistíðinda. (2192)

179. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Steingrímur J. Sigfússon:

Herra forseti. Þessi brtt. lýtur að því að leigjendum, þeim sem kjósa eða þurfa af einhverjum ástæðum að leysa sín húsnæðismál með því að leigja sér húsnæði, verði ekki úthýst úr hópi þeirra sem njóta skattaívilnana vegna húsnæðiskostnaðar. Ég tel það pólitísk ótíðindi ef þessi hópur verður nú tekinn sérstaklega út úr og fær ekki lengur neinar ívilnanir af þeim kostnaði sem af húsnæðisöflun leiðir. Ég mótmæli því að mönnum sé mismunað með þeim hætti á grundvelli þess hvaða húsnæðisform þeir velja sér. Ég segi já.