22.12.1987
Efri deild: 38. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 3140 í B-deild Alþingistíðinda. (2205)

179. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Guðmundur Ágústsson:

Hæstv. forseti. Ég ætla aðeins að gera smáathugasemd. Það frv. sem hér liggur frammi er að vissu leyti til bóta og getur í flestum kringumstæðum komið fólki mjög vel. En ég óttast að þetta frv. hafi í för með sér skattahækkanir. Við 1. umr. rökstuddi ég það nokkuð og ætla við þessa umræðu að lýsa þeirri skoðun minni að ég mun ekki greiða atkvæði með þessu frv., en ég mun heldur ekki greiða atkvæði á móti því heldur sitja hjá við atkvæðagreiðslu.

Ég byggi þetta einkum á því, sem ég sagði aðan, að ég hef vissa trú á að þetta leiði til aukningar á sköttum. Þetta er það eina sem ég vildi koma að hér og skýrir það sjónarmið mitt við atkvæðagreiðslunni sem fram fer