22.12.1987
Sameinað þing: 37. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 3192 í B-deild Alþingistíðinda. (2235)

1. mál, fjárlög 1988

Guðmundur G. Þórarinsson:

Herra forseti. Svo sem venja er hafa menntmn. beggja deilda komið saman til að fjalla um skipan heiðurslauna listamanna. Á því ári sem nú er senn að líða hafa 16 listamenn skipað heiðurslaunaflokk. Svo hagar til að einn þessara listamanna lést á árinu, skáldið Snorri Hjartarson, þannig að nú eru í þessum flokki 15 listamenn.

Eftir nokkra umfjöllun hafa menntmn. beggja deilda komist að þeirri niðurstöðu að leggja ekki til fjölgun í heiðurslaunaflokknum að þessu sinni, en hér er um erfiða og vandasama ákvörðun að ræða. Hins vegar leggja nefndarmenn fram brtt. á þskj. 398 við 4. gr. liðarins 02–982 170 Heiðurslaun listamanna skv. ákvörðun Alþingis. Brtt. snýst um það að fyrir 6 900 000 komi: 7 500 000. Sundurliðun kemur fram á sérstöku yfirliti sem brtt. fylgir.