28.12.1987
Sameinað þing: 38. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 3201 í B-deild Alþingistíðinda. (2245)

1. mál, fjárlög 1988

Steingrímur J. Sigfússon:

Herra forseti. Hér eru til atkvæða brtt. þm. Alþb. um tekjuöflun og vega þær upp og gera reyndar betur þær brtt. aðrar sem Alþb. flytur og eru til útgjaldaauka. Það er því ekki rétt, sem haldið hefur verið fram sums staðar, að stjórnarandstaðan, a.m.k. ekki Alþb., flytji eingöngu brtt. um aukin útgjöld. Hér eru fluttar tillögur um tekjuöflun á móti. Það er rétt að geta þess í leiðinni að þessar tekjuöflunartillögur eru að flestu leyti hliðstæðar þeim sem hv. þm. Alþfl. hafa flutt á undanförnum árum og væntu tillögumenn sér því í upphafi góðs af stuðningi þeirra hv. þm. Ég segi já.