28.12.1987
Sameinað þing: 38. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 3213 í B-deild Alþingistíðinda. (2295)

1. mál, fjárlög 1988

Halldór Blöndal:

Herra forseti. Ég sé að allri fjvn. hefur orðið á. Það væri nóg ef einhver einn úr fjvn. hafnaði því, sem formaðurinn sagði, að draga þessa till. til baka, þá væri það ekki heimilt. Ég hafði búist við því að heimild til að selja fasteignir Grænmetisverslunarinnar væru í þessu fjárlagafrv. og verð að lýsa yfir vonbrigðum mínum yfir því ef slík handvömm hefur átt sér stað að formaður fjvn. treystir sér ekki til annars en draga till. til baka. Hér er einungis um heimildargrein að ræða þannig að hæstv. ráðherra hefur í hendi sér hvort hann beitir heimildinni. Ég vek athygli á þessu, herra forseti.