30.12.1987
Neðri deild: 40. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 3410 í B-deild Alþingistíðinda. (2397)

197. mál, vörugjald

Forseti (Jón Kristjánsson):

Áður en næsti hv. ræðumaður tekur til máls vil ég geta þess að að sjálfsögðu mun stjórn þingsins fylgjast með framvindu mála í dag mjög grannt og mun í hléinu, sem verður gert á eftir, fara yfir stöðu mála. Ég vænti þess, af því að það hefur fram komið að það er ekki ágreiningur um afgreiðslu fyrsta dagskrármálsins úr nefnd, að það geti farið fram umræða um það á þessum fundi og ég vænti þess að það sé hægt að mæla fyrir áliti meiri hl. í tollalögum og síðan að fara yfir stöðuna.