12.10.1987
Neðri deild: 1. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 13 í B-deild Alþingistíðinda. (24)

Kosning forseta og skrifara

Forseti (Jón Kristjánsson):

Ég þakka hæstv. aldursforseta fyrir árnaðaróskir í minn garð. Enn fremur þakka ég hv. þingdeildarmönnum fyrir traustið sem þeir hafa sýnt mér. Ég vænti þess að eiga við þá gott samstarf.

Hinn kjörni forseti lét fara fram kosningu fyrri varaforseta. Kosningu hlaut

Óli Þ. Guðbjartsson, 6. þm. Suðurl., með 29 atkv. — Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, 16. þm. Reykv., hlaut 4 atkv., Geir H. Haarde, 17, þm. Reykv., 1 atkv., en 4 seðlar voru auðir.

Annar varaforseti var kosinn

Sighvatur Björgvinsson, 5. hm. Vestf., með 30 atkv. - Kristín Halldórsdóttir. 10 þm. Reykn., hlaut l atkv., en 7 seðlar voru auðir.

Þessu næst voru kosnir skrifarar deildarinnar að viðhafðri hlutfallskosningu. Fram kom einn listi sem á voru GHH og JSS. — Samkvæmt því lýsti forseti yfir að kosnir væru án atkvæðagreiðslu:

Geir H. Haarde, 17. þm. Reykv., og

Jón Sæmundur Sigurjónsson, 5. þm. Norðurl. v.