30.12.1987
Neðri deild: 40. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 3420 í B-deild Alþingistíðinda. (2405)

197. mál, vörugjald

Forseti (Jón Kristjánsson):

Varðandi seinustu orð ræðumanns vil ég taka fram að að sjálfsögðu verða þingsköp haldin í umræðum í einu og öllu, (AG: Ég vissi það.) enda hefur það verið gert í þingstörfum fram að þessu. Ég lýsi því yfir, enda heyrði ég ekki að ræðumaður héldi því fram að slíkt hefði verið brotið. Það verður að sjálfsögðu farið að því sem þingsköp mæla fyrir á hv. Alþingi nú eins og hingað til, enda hefur ekki komið þrýstingur á forseta frá ríkisstjórninni um annað. Ég vil lýsa því yfir hér.