30.12.1987
Neðri deild: 41. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 3442 í B-deild Alþingistíðinda. (2421)

127. mál, framleiðsla og sala á búvörum

Frsm. minni hl. landbn. (Ingi Björn Albertsson):

Herra forseti. Ég mæli fyrir nál. minni hl. landbn. um frv. til l. um breytingu á lögum nr. 46 27. júní 1985, um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum. Álitið hljóðar svo:

„Frv. þetta miðar annars vegar að því að draga úr innflutningi á niðurgreiddu kjarnfóðri og að efla notkun íslensks kjarnfóðurs og hins vegar að afla tekna í ríkissjóð.

Minni hl. getur ekki fallist á skattlagningu dýrafóðurs í tekjuöflunarskyni fyrir ríkissjóð. Breytingartillagan, sem meiri hl. landbn. Ed. bar fram, kom í framhaldi af þeirri umdeildu ákvörðun ríkisstjórnarinnar að leggja 25% söluskatt á matvæli. Hún fól í sér tímabundnar mildandi aðgerðir vegna 25% skattlagningar á brýnustu nauðsynjar fólks þannig að verðhækkanir á afurðum svína, nauta og fugla verði um 10%.

Minni hl. hefur frá upphafi lýst sig andvígan matarskattinum og getur því ekki fallist á frv. eins og það kemur frá Ed., þ.e. að greiða að hluta til ofantaldar afurðir niður í aðeins eitt ár.“

Við þetta hef ég engu að bæta.