30.12.1987
Neðri deild: 41. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 3446 í B-deild Alþingistíðinda. (2429)

Tilhögun þingfundar

Forseti (Jón Kristjánsson):

Varðandi spurningar hv. 2. þm. Austurl. vil ég geta þess að ég vonast að sjálfsögðu til að umræður þurfi ekki að dragast á langinn þannig að þær dragist langt fram á nótt. Það er ætlunin að halda fund í Sþ. að loknum deildarfundum. Það er óbreytt.

Varðandi meðferð fjh.- og viðskn. á 2. dagskrármálinu vil ég upplýsa að ég gekk úr skugga um að fjh.- og viðskn. hélt fund í hádeginu og tók þetta mál fyrir og nál, minni hl. í málinu er komið fram. Forsetar sjá ekki ástæðu til frekari aðgerða í því máli og það getur komið til umræðu á þessum fundi.