31.12.1987
Efri deild: 46. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 3507 í B-deild Alþingistíðinda. (2484)

198. mál, tollalög

Júlíus Sólnes:

Virðulegi forseti. Fyrir hönd minni hl. fjh.- og viðskn. vil ég lýsa því að út af fyrir sig teljum við það til bóta að það skuli nú koma ný tollskrá með þessari breytingu sem verður á tollalögum, en hins vegar erum við sammála um að það hefði þurft að vinna þetta frv. miklu betur. Það hafa komið fram ýmsir gallar og ýmsar villur í frv. og efumst við um að það sé búið að leiðrétta þær allar. Þær síðustu breytingar sem voru gerðar í Nd. eru einmitt til marks um hve langt er í land með að þetta frv. sé nægjanlega unnið til að fá endanlega afgreiðslu á Alþingi.

En við sjáum ekki ástæðu til að gera neinar brtt. við frv. á þessari stundu og munum ekki gera frekari athugasemdir.