04.01.1988
Neðri deild: 45. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 3580 í B-deild Alþingistíðinda. (2514)

196. mál, söluskattur

Stefán Valgeirsson:

Herra forseti. Ég heyri það að hæstv. heilbr.- og trmrh. hefur lært utan að part úr ræðu hæstv. fjmrh. og það er ekkert nema gott um það að segja. Í sambandi við þá fsp. sem hæstv. ráðherra var að svara þá er ég búinn að setja fram formlega fsp. til hans um þetta málefni vegna þess að það bar ekkert á því að ég fengi svör við þeirri fsp. og skal ég ekki vera að lengja umræður út af því hér og nú. En ég vil bara að endingu segja:

Frjálshyggjunnar frelsishetja

fer að óskum braskara.

Afruglara ætti að setja

á alla ríkisstjórnina.