22.10.1987
Sameinað þing: 7. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 320 í B-deild Alþingistíðinda. (262)

Sala Útvegsbankans

Hreggviður Jónsson:

Hæstv. forseti. Ég ætla aðeins að leiðrétta það sem hv. 1. þm. Reykv. sagði. Hann var að gera mér upp skoðun um það að ég vildi selja Sambandi ísl. samvinnufélaga bankann. Það hef ég aldrei sagt. Ég sagði að það ætti að selja því vegna þess að í skilmálum um sölu á hlutabréfum væri um að ræða alveg ljósa skilmála um það og því ætti að selja SÍS bankann.

Mig langar rétt aðeins að taka fram eftirfarandi vegna ummæla hæstv. fjmrh. um hvort samviska okkar í Borgaraflokknum sé eitthvað slæm. Hún er ekki slæm. Hún er góð, þannig að hann viti það, og við teljum að þessu máli sé best lokið á þann máta sem við höfum haldið fram í okkar ræðu og teljum að ríkið eigi að eiga bankann áfram. Þannig sé hagsmunum almennings best borgið.