07.01.1988
Neðri deild: 49. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 3780 í B-deild Alþingistíðinda. (2675)

181. mál, stjórn fiskveiða

Steingrímur J. Sigfússon:

Herra forseti. Þessi varatillaga fjallar um að heimilt verði að víkja frá þeirri meginreglu 17. gr., sem ákveðin hefur verið, að upplýsingar skuli látnar í té ókeypis ef sérstakar ástæður mæla með. Ég tel skynsamlegt að slíkt svigrúm, slík heimild sé fyrir hendi. Það undrar mig stórlega ef hv. alþm. sjá ástæðu til að fella að slíkt heimildarákvæði sé fyrir hendi. Ég segi já.