07.01.1988
Neðri deild: 49. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 3781 í B-deild Alþingistíðinda. (2680)

181. mál, stjórn fiskveiða

Guðrún Helgadóttir:

Herra forseti. Ég var ein af þeim sem nú fyrir stundu studdu þennan umkomuleysingja ríkastjórnarinnar, stjórnarsáttmálann, það atriði hans sem er hvað skynsamlegast. Ég vil beina þeirri fsp., svo að enginn misskilningur sé uppi, til hæstv. forseta, og þá ekki síst vegna orða hæstv. dómsmrh. og raunar fleiri hv. þm., sem vísuðu til þess að ákvæði þetta væri í stjórnarsáttmála, þess vegna tæki ekki að gera það að lögum: Felst í þessum orðum hæstv. dómsmrh. að stjórnarsáttmáli meiri hlutans hafi svo til lagagildi?