07.01.1988
Efri deild: 50. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 3805 í B-deild Alþingistíðinda. (2700)

Tilhögun þingfunda

Guðrún Agnarsdóttir:

Herra forseti. Hvaða ástæða er fyrir því að halda hér kvöldfund? Því er ekki hægt að halda eðlilegan fundartíma þingsins? Á hverju liggur svo mjög? Fyrr í dag var boðaður fundur í þessari deild á morgun og ég reikna með að hv. þm. hafi skipulagt störf sín í dag með tilliti til þess. Síðan er skyndilega boðaður fundur hér kl. 5 með litlum fyrirvara og nú er boðað til kvöldfundar e.t.v. Get ég fengið að spyrja um hvers vegna þarf að yfirstíga venjulegan fundartíma deildarinnar.