07.01.1988
Efri deild: 50. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 3807 í B-deild Alþingistíðinda. (2704)

Tilhögun þingfunda

Forseti (Karl Steinar Guðnason):

Ég mótmæli því að hér ráði hnefarétturinn. Það hefur ekki gerst í þessari hv. deild að þannig hafi verið haldið á málum og hef ég ekki fregnir af því hvort svo hafi verið í Nd., en ekki á ég von á því.

Hitt er annað mál að ég tel að það sé nokkuð gott samkomulag um að hafa þennan hátt á. Það er ákveðið að standa svona að málum og það verður gert eins og ég ræddi áðan. Því verður fundi frestað núna til kl. 6.