07.01.1988
Efri deild: 51. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 3862 í B-deild Alþingistíðinda. (2721)

181. mál, stjórn fiskveiða

Svavar Gestsson:

Herra forseti. Við alþýðubandalagsmenn höfum við meðferð þessa máls, bæði í þessari hv. deild og í Nd., flutt fjöldamargar brtt. við frv. sem hér er til afgreiðslu. Öllum þessum tillögum hefur verið hafnað, einnig tillögum sem lúta að því að tengja stjórnun fiskveiða byggðasjónarmiðum í ríkara mæli en gert hefur verið.

Þar sem þessum tillögum hefur verið hafnað, svo og öðrum ábendingum okkar, teljum við enga ástæðu til þess að styðja málið að neinu leyti, lýsum alfarið ábyrgð á hendur hæstv. ríkisstjórn í málinu. Ég segi nei.