07.01.1988
Efri deild: 51. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 3862 í B-deild Alþingistíðinda. (2724)

181. mál, stjórn fiskveiða

Halldór Blöndal:

Herra forseti. Með því að hér er vel fyrir stjórn fiskveiða séð með því að með frv. þessu er unnið skipulega og farsællega að því að ná samkomulagi um það hvernig við getum nytjað auðlindir hafsins, með því að með frv. þessu er á skynsamlegan hátt haldið uppi byggðastefnu í bestu merkingu þess orðs, með því að þeir sem greiða atkvæði á móti þessu frv. hafa ekki lagt fram neitt til þessara mála sem athygli hefur vakið né vakið umhugsun og með því að ég tel að við séum að vinna hér að þjóðþrifamáli, þá segi ég já.