13.01.1988
Neðri deild: 53. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 3969 í B-deild Alþingistíðinda. (2770)

Frumvarp um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga

Ólafur Þ. Þórðarson:

Herra forseti. Við stjórnarþm. stóðum að því að bera ábyrgð á ríkisstjórn yfir landinu og forsetum yfir þinginu. Nú ber svo við að einn af stjórnarþm., hv. 3. þm. Suðurl., kvartar undan því að það sé búið að rugla svo þingstörfum að til vandræða horfi og sá sem liggur undir grun um að valda að mestu þeim ruglingi er 1. þm. Suðurl., hæstv. forsrh.

Þetta verður ekki skoðað á annan veg en þann að þm. mælist eindregið til þess að forsetar geri sér grein fyrir því að þeim er ætlað að stjórna þinginu en ráðherrum landinu og vonum við að þeir taki það alvarlega og reyni að koma þinginu á rétt ról.