13.01.1988
Efri deild: 52. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 4002 í B-deild Alþingistíðinda. (2790)

63. mál, lánsfjárlög 1988

Frsm. minni hl. fjh.- og viðskn. (Svavar Gestsson):

Herra forseti. Ég hygg að skynsamlegast væri að hæstv. forseti beitt sér fyrir því að forustumenn flokkanna í þessari virðulegu deild hittist og beri saman bækur sínar í fundarhléi sem taki eins og fimm mínútur eða svo þannig að unnt yrði að greiða úr þeim málum sem hér liggja fyrir, bæði varðandi fundarhald í kvöld, fjarveru og viðveru ráðherra og þá hugsanlegt fundahald á morgun. Ég hugsa að það sé miklu einfaldara að fólk tali þannig saman en menn séu að skiptast á skoðunum úr ræðustól með þeim hætti sem vill verða er rætt er um þingsköp.