14.01.1988
Efri deild: 53. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 4015 í B-deild Alþingistíðinda. (2798)

63. mál, lánsfjárlög 1988

Forseti (Karl Steinar Guðnason):

Að gefnu þessu tilefni vil ég taka það fram að umræður hér í hinni virðulegu Ed. fara aldrei fram á flausturslegan hátt.

Ummæli forseta Sþ. áðan um að umræður hér tækju klukkutíma eru sennilega til komnar vegna þess að hann spurði mig hvað ég áætlaði að umræðurnar tækju langan tíma. Ég áætlaði það í ljósi þess sem ég taldi vera eftir samráðsfund í gær. Sú áætlun hefur ekki staðist og hér verða umræður eins lengi og þörf verður á. Ég vil geta þess að Sþ. hefur verið kallað til fundar kl. eitt. Ef þá verður ekki lokið umræðum verður þeim væntanlega frestað.

En ég vil geta þess að hér munu menn fá þann tíma sem þeir telja nauðsynlegt og verður því haldið áfram í ljósi þess.