14.01.1988
Sameinað þing: 41. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 4062 í B-deild Alþingistíðinda. (2847)

217. mál, innflutningur á fatnaði með fölsuðum upprunaskírteinum

Fyrirspyrjandi (Ingi Björn Albertsson):

Hæstv. forseti. Þegar um fölsuð upprunaskírteini er að ræða er það í flestum tilfellum þannig að varan er framleidd t.d. í Taiwan, flutt jafnvel til Englands og þar er einfaldlega skipt um miða í hálskraga eða einhvers staðar og í staðinn fyrir „Made in Taiwan“ er sett „Made in England“. Þetta kemur alls ekki í ljós í tölvuvinnslu tollstjóraembættisins. Það eru fölsuð gögn sem verið er að vinna með. Það kemur alls ekki í ljós þar. Ég spyr aftur: Hvernig ætlið þið að koma í veg fyrir þetta?

1