02.02.1988
Efri deild: 54. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 4121 í B-deild Alþingistíðinda. (2894)

228. mál, framleiðsla og sala á búvörum

Valgerður Sverrisdóttir:

Hæstv. forseti. Mig langaði rétt í lokin, þannig að það væri enginn misskilningur í því máli, að ítreka að ég er ekki að setja út á frv. sem slíkt. Ég er efnislega samþykk því að bændum sé greitt fyrr fullt verð en nú er, en þá þarf að gera sláturleyfishöfum það kleift með fjármagnsfyrirgreiðslu.

Fyrst ég er komin hérna held ég ég megi nefna að það voru veitt ný staðgreiðslulán í haust sem greiddu upp gömlu lánin. En ástæða þess m.a. að þarna var ekki staðið við eins og skyldi er sú að það var gerð umtalsverð breyting á fyrirkomulagi vaxta- og geymslugjalds sem er mjög í óhag fyrir sláturleyfishafa og þeir hafa ekki viljað sætta sig við og hafa viljað færa aftur í fyrra form.