23.02.1988
Neðri deild: 60. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 4792 í B-deild Alþingistíðinda. (3297)

293. mál, áfengislög

Páll Pétursson:

Herra forseti. Ég verð að vona, þrátt fyrir þann úrskurð sem forseti kvað upp áðan um að ljúka fundi klukkan fimm, að hann taki ekki upp þá reglu að ljúka fundi klukkan fimm á þriðjudögum. Formenn þingflokka stjórnarinnar a.m.k. ætlast til þess að fundur standi til klukkan sjö á þriðjudögum ef efni standa til. Deildarfundir voru, eins og hv. þm. Ólafur G. Einarsson lét koma fram áðan, fluttir af mánudögum yfir á þriðjudag til þess að rýmri tími gæfist til löggjafarstarfsins og mér þykir eðlilegt að sá tími sé notaður. Ef forseti hugsar sér að hætta klukkan fimm á þriðjudögum þrátt fyrir það þætti mér vænt um að fá að vita það með fyrirvara þannig að ég gæti þá notað seinni partinn til að halda þingflokksfundi á þriðjudögum líka.