25.02.1988
Sameinað þing: 50. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 4846 í B-deild Alþingistíðinda. (3333)

233. mál, söluskattur af íslenskum kvikmyndum

Fjármálaráðherra (Jón Baldvin Hannibalsson):

Herra forseti. Spurt er: Hverju nema áætlaðar söluskattstekjur ríkisins af íslenskum kvikmyndum á árinu 1988?

Tölur um það verða vart nefndar nema með miklum fyrirvörum. Líklegt er talið að tvær íslenskar kvikmyndir verði frumsýndar á árinu. Sé reiknað með því að samtals 40 000 áhorfendur kaupi sig inn á þær myndir og aðgangseyrir með söluskatti verði 450 kr., þá má ætla að söluskattstekjur verði 3,6 millj. kr. Um söluskattstekjur af endursýningum á eldri myndum er nánast ekkert hægt að segja annað en það að áætlaðar tekjur eru mjög óverulegar.

Það ber síðan að taka fram að þetta er byggt á heldur óvissum upplýsingum, en mundi þó ekki vera fjarri lagi að því er varðar nýjar íslenskar kvikmyndir.