25.02.1988
Sameinað þing: 50. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 4849 í B-deild Alþingistíðinda. (3340)

234. mál, söluskattur af heilsurækt

Fyrirspyrjandi (Svavar Gestsson):

Herra forseti. Vont er að setja vitlaus lög, óréttlát lög, eins og lögin um matarskatt, skatt á kvikmyndir og heilsurækt. En verst er þó þegar löggjafinn er að burðast við að setja lög sem almenningur blæs á og segir að séu óframkvæmanleg. Það er ekki fallið til þess, eða hvað herra forseti, að efla virðinguna fyrir löggjafarvaldinu.