25.02.1988
Sameinað þing: 50. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 4855 í B-deild Alþingistíðinda. (3348)

237. mál, raforkuverð

Svavar Gestsson:

Herra forseti. Ætli það væri ekki fróðlegt fyrir hv. stjórnarsinna að bera saman niðurgreiðslur á raforkuverði nú og áður, en það er það sem skiptir máli um hinn pólitíska vilja til að stuðla að jöfnuði á lífskjörum í,þessu landi með beinum framlögum úr ríkissjóði. Ástæðan til þess að ég ókyrrðist í sæti mínu var fyrst og fremst sú að ég fagna því að það er bersýnilegt að stjórnarliðið undir forustu flokks fjmrh. og iðnrh. ætlar að drattast með, er tilbúið að auka verulega við fjárveitingar, framlög til niðurgreiðslu á raforku. Það verður auðvitað séð til þess að þessi góði vilji þeirra fái að njóta sín í verki.