01.03.1988
Efri deild: 62. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 5129 í B-deild Alþingistíðinda. (3481)

Framvinda þingfundar

Svavar Gestsson:

Herra forseti. Ég harma það að hafa gert hæstv. forseta það upp að hann hafi beitt sér hér fyrir sérstökum nýmælum. Ég get auðvitað sett á stóra iðran um það mál í tilefni af þessari umvöndunarræðu hv. 3. þm. Vesturl. og er satt að segja heldur illa haldinn af samviskubiti, ef ég hef snert hann svona illa út af þessari litlu athugasemd. Ég get þó huggað hann með því að alþýðuflokksmenn hér í hv. deild eiga örugglega eftir að þola meira af okkar hálfu á kjörtímabilinu þannig að ef þeir bregðast svo ókvæða við jafnlitlum málum, þá hygg ég að meiri málin kunni að verða þeim býsna erfið.