01.03.1988
Efri deild: 62. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 5129 í B-deild Alþingistíðinda. (3483)

Framvinda þingfundar

Svavar Gestsson:

Herra forseti. Mér þykir vænt um það að þeir hv. þm. Alþfl. ætli sér að ganga öruggir rakleitt mót þeim her sem Alþb. mun stefna hér inn í deildina í vetur og þykir vænt um að þeir skuli hafa kjark til að ganga til móts við okkur tiltölulega óttalausir þó að ég geti ekki neitað því að mér hafi fundist viðbrögðin lýsa óþarfa viðkvæmni að ekki sé fastar að orði kveðið, herra forseti. Mér þykir leitt að hafa brugðið forsetanum um nýmæli sem hann á bersýnilega ekki skilið.