01.03.1988
Neðri deild: 62. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 5266 í B-deild Alþingistíðinda. (3516)

301. mál, Húsnæðisstofnun ríkisins

Jón Sæmundur Sigurjónsson:

Herra forseti. Varðandi orð hv. 17. þm. Reykv. áðan held ég að það sé orðið tilgangslaust að elta ólar við það hvar liggur sök í þessu máli, hver gerði hvað og hvernig atburðarásin var. Við getum talað endalaust um það og endurtekið sömu rökin aftur og aftur. Við skulum halda föstu að hér var um misskilning að ræða og þá er það nærri því eins og einhver sagði hér áðan að það er erfitt að deila um smekk, hvernig þessi misskilningur kom til. Ég hjó eftir því að hv. 1. þm. Norðurl. v. bauð upp á samstarf hér áðan í fullri vinsemd. Við tökum mjög gjarnan á móti útréttri hönd og við skulum þá vinna sameiginlega að því að ýta góðu máli í höfn.