02.03.1988
Neðri deild: 63. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 5355 í B-deild Alþingistíðinda. (3565)

293. mál, áfengislög

Forseti (Jón Kristjánsson):

Ég vil upplýsa í þessu sambandi að það var ætlunin á kvöldfundi að ljúka þessari umræðu og einnig var ætlunin að taka til 2. umr. mál sem kemur frá nefnd og varðar söluskatt í sjávarútvegi og þarf í rauninni að fylgja þeirri efnahagsumræðu sem hér er. Það var ætlunin að gera það á kvöldfundi. Ég var búinn að tilkynna um að það yrði kvöldfundur. Ég mun halda mig við þá tilkynningu og freista þess að ljúka þessari umræðu á þeim fundi. Það er ekki vegna þess að ég sé með neitt offors í þessu máli, enda hef ég ekki tekið það svo að menn hafi sakað mig neitt um það. Menn hafa ekki gert það. En ég tel að það sé affarasælast að ljúka þessari og fundur mun hefjast aftur kl. 9.