03.03.1988
Neðri deild: 64. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 5433 í B-deild Alþingistíðinda. (3639)

293. mál, áfengislög

Steingrímur J. Sigfússon:

Herra forseti. Frv. það sem hér er til umræðu er flutt af nefnd eftir að nefnd hefur starfað um viknabil að öðru, sambærilegu og hliðstæðu frv. Ég hefði því talið fullt eins eðlilegt miðað við þingvenjur að gengið hefði verið til efnislegrar afgreiðslu á málinu og mér er ekkert að vanbúnaði og get því með góðri samvisku tekið efnislega afstöðu til þess hvort þetta mál þurfi að taka upp meira af tíma þingsins og hefði verið tilbúinn til að ljúka umfjöllun um það hér og greiði því ekki atkvæði með því að það fari áfram til frekari umfjöllunar í þinginu þar sem ég er andvígur efni þess.