04.03.1988
Neðri deild: 66. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 5538 í B-deild Alþingistíðinda. (3683)

317. mál, ráðstafanir í ríkisfjármálum 1988

Steingrímur J. Sigfússon:

Herra forseti. 9. gr. frv. lýtur að stórfelldri skerðingu á tekjum Jöfnunarsjóðs. Þannig eru lögbundnir tekjustofnar sveitarfélaga gerðir upptækir með einhliða ákvörðun ríkisstjórnarinnar og látnir renna í ríkissjóð. Hér er á ferðinni það sem heitir á góðri og gildri íslensku þjófnaður. Ríkið notar aðstöðu sína. (Gripið fram í.) Ja, gripdeildir þá. Ef hv. þm. líður betur undir því orðalagi skulum við kalla það gripdeildir þar sem lögmætar tekjur sveitarfélaganna eru gerðar upptækar með einhliða ofbeldisákvörðun ríkisstjórnarinnar og teknar í ríkissjóð. Þetta framferði er sennilega verst af mörgu heldur slæmu í þessum ráðstöfunum og ég segi því nei með miklum þunga.