04.03.1988
Neðri deild: 66. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 5538 í B-deild Alþingistíðinda. (3684)

317. mál, ráðstafanir í ríkisfjármálum 1988

Albert Guðmundsson:

Hæstv. forseti. Ég held að þeir sem bera fram þessa skerðingartillögu átti sig ekki á því að nú er verið að koma aftan að hverju einasta sveitarfélagi og rugla fjárhagsáætlanir sveitarfélaganna, eins og komið hefur fram í umræðum, og það gengur ekki. Sveitarfélögin þau lifa þetta ekki af þó eitt og eitt sveitarfélag geri það. Og Reykjavík er ekki eitt af þeim sveitarfélögum sem þola þessa skerðingu þó svo að margir ræðumenn hafi haldið því fram hér. Ég stend með félmrh. í þessum klofningi í ríkisstjórninni og greiði ekki atkvæði.