07.03.1988
Sameinað þing: 56. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 5547 í B-deild Alþingistíðinda. (3694)

Varamenn taka þingsæti

Frsm. kjörbréfanefndar (Jón Sæmundur Sigurjónsson):

Herra forseti. Kjörbréfanefnd hafa borist fjögur erindi: Í fyrsta lagi kjörbréf 1. varamanns Framsfl. í Norðurlandskjördæmi eystra, Jóhannesar Geirs Sigurgeirssonar, sem tæki sæti 1. þm. Norðurl. e., Guðmundar Bjarnasonar, í öðru lagi kjörbréf 1. varamanns Borgarafl. í Suðurlandskjördæmi, Ólafs Gränz, sem tæki sæti 6. þm. Suðurl., Óla Þ. Guðbjartssonar, í þriðja lagi kjörbréf 1. varamanns Alþfl. í Vesturlandskjördæmi, Sveins Gunnars Hálfdánarsonar, sem tæki sæti 3. þm. Vesturl., Eiðs Guðnasonar, og í fjórða lagi kjörbréf 3. varamanns Samtaka jafnréttis og félagshyggju í Norðurlandskjördæmi eystra, Jóhanns A. Jónssonar, sem tæki sæti 6. þm. Norðurl. e., Stefáns Valgeirssonar.

Kjörbréfanefnd hefur rannsakað þessi kjörbréf og leggur til að þau verði samþykkt.