10.03.1988
Sameinað þing: 59. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 5663 í B-deild Alþingistíðinda. (3800)

304. mál, verðtrygging

Flm. (Albert Guðmundsson):

Hæstv. forseti. Það er rétt að leiðrétta misskilning sem er á milli hv. síðasta ræðumanns og mín. Í till. Borgarafl. er ekkert um launahækkanir. Hér er ekki um launamál að ræða heldur eingöngu um að verðgildi krónunnar, sem er í vasa fjármagnseiganda, og krónunnar, sem maðurinn verður að vinna inn með orku sinni, sé það sama. Við erum ekki að tala um launataxta. Við erum að tala um verðgildi krónunnar, eftir því hvar hún er og hver fer með hana.