10.03.1988
Sameinað þing: 59. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 5682 í B-deild Alþingistíðinda. (3816)

288. mál, efling Ríkisútvarpsins

Flm. (Svavar Gestsson):

Herra forseti. Ef ég ætti að velja á milli frelsis lýðræðisins og frelsis fjármagnsins, þá tæki ég frekar frelsi lýðræðisins vegna þess að ég tel að ófrelsi fjármagnsins sé í rauninni það versta og háskalegasta og við þekkjum það ákaflega vel í þessu landi um þessar mundir. Sérstaklega hygg ég að það sé mjög ljóst á alþýðuheimilunum sem eru að basla við að borga matarskattinn að það er ekki mjög mikið frelsi sem þær fjölskyldur búa við.

En ég þakka hv. 5. þm. Vesturl. fyrir að hefja þessa umræðu því að hún er þörf. Við skulum taka á þessu lotu við tækifæri, frelsi fjármagnsins eða frelsi fólksins, en þar eru pólarnir í íslenskri pólitík líka.