15.03.1988
Neðri deild: 70. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 5770 í B-deild Alþingistíðinda. (3894)

Framlagning stjórnarfrumvarpa

Hjörleifur Guttormsson:

Herra forseti. Ég vil rifja það upp að 11. nóv. sl. kvaddi ég mér hljóðs um þingsköp til að vekja athygli á stöðu mála þá í þinginu með tilliti til mála hæstv. ríkisstjórnar sem boðuð höfðu verið í stefnuræðu hæstv. forsrh. Þá var staðan sú að fram voru komin ellefu stjfrv. af boðuðum 104. Nú er 15. mars og hver skyldi staðan vera varðandi þann lista sem fylgdi stefnuræðu hæstv. forsrh., þann málalista upp á 104 þingmál frá ríkisstjórninni? Það væri kannski æskilegt að hafa getraun um þetta efni hér í hv. þingdeild, en ég ætla ekki að freista þess, herra forseti, heldur að upplýsa það sem ég fékk í hendur frá skrifstofu þingsins í morgun að nú 15. mars eru fram komin 49 stjfrv. af 104 sem boðuð voru í þingbyrjun. Líklega mun eitt hafa bæst við hér á þingfundinum, frv. til vegalaga, ef ég hef heyrt rétt þannig að að því meðtöldu eru stjfrv. orðin 50 talsins en ná því ekki að vera helmingur af boðuðum frv. ríkisstjórnarinnar.

Hvað skyldi vera mikið eftir af þingtíma Alþingis? Ég spyr hæstv. forseta og vænti þess að hann upplýsi okkur um það hér á eftir hvað forusta þingsins ætlar í þeim efnum, hvort hún ætlar að halda hér þingi áfram fram á sumar og þá hversu langt fram á sumar. Til páskahlés þingsins eru aðeins um tíu dagar. Það eru um tíu dagar þangað til að þingið fer í páskahlé að því er upplýst hefur verið, frá byrjun dymbilviku og ákveðið að það verði 14 dagar eða tvær vikur. Og af því sjá menn hvað við blasir að þeim tíma liðnum ef ríkisstjórnin ætlar sér að keyra hér inn í þingið og gegnum þingið ekki aðeins þau mál sem hér liggja óafgreidd, en þau eru 23 talsins, það eru 23 stjfrv. sem liggja óafgreidd hér í þinginu. Og það gæti verið að það nægði ekki vorið og kannski ekki sumarið ef fram heldur sem horfir í sambandi við vinnubrögð hjá ríkisstjórninni í þessum efnum. Hitt kann að vera að hæstv. ríkisstjórn hafi fallið frá því að flytja mörg af þeim málum sem boðuð voru í haust og væri bættur baginn vafalaust varðandi mörg þeirra.

Ég vil einnig geta þess, herra forseti, að fyrir þinghlé í janúarmánuði, um miðjan janúar voru fram komin 38 stjfrv., en eftir þinghlé, eftir að þing kom saman í byrjun febrúar hvað skyldu mörg frv. hafa komið frá ríkisstjórninni á þessum tíma? Þau eru 11 talsins, 11 talsins á 6 vikum. (SvH: Hvað segir það?) Já, hv. þm. Sverrir Hermannsson getur vafalaust reiknað úr hvað það er á viku hverri og hver afköstin eru á stjórnarheimilinu að þessu leyti. 26 stjfrv. hafa orðið að lögum en 23 eru hér enn til meðferðar í þinginu, þar af 21 í fyrri deild þingsins.

Hér virðast vera, herra forseti, að endurtaka sig sem hann flutti á síðasta þingi væri í sjálfu sér ekki miklu við að bæta ef ekki kæmi til sú breyting sem nú er gerð frá upphaflega frv. Þar er um að ræða að í stað þess að þeir tveir viðbótarfulltrúar í tryggingaráð sem frv. frá því í fyrra gerði ráð fyrir að yrðu frá Öryrkjabandalagi Íslands og Landssamtökunum Þroskahjálp, þá er nú gert ráð fyrir að þessir fulltrúar verði tilnefndir þannig að annar komi frá Öryrkjabandalaginu og Þroskahjálp sameiginlega og hinn komi frá Öldrunarráði Íslands.

Á síðasta ári hefur orðið mikið og vaxandi samstarf milli Landssamtakanna Þroskahjálpar og Öryrkjabandalagsins. Samstarf þetta hefur m.a. í för með sér að samtök þessi hafa skipað með sér sameiginlegan starfshóp og standa sameiginlega að félagslegri framkvæmdaáætlun. Þroskahjálp og Öryrkjabandalagið tilnefna sameiginlega í stjórnarnefnd um málefni fatlaðra og þau standa einnig saman að tilnefningu í svæðisstjórnir um málefni fatlaðra. Óhætt er að fullyrða að hvor tveggja samtökin munu nú telja það fullnægjandi að tilnefna sameiginlega fulltrúa í tryggingaráð ef af samþykkt þessa frv. verður.

Þá er í því frv. sem hér er til umræðu lagt til að Öldrunarráð Íslands tilnefni fulltrúa í tryggingaráð. Þegar upphaflega frv. var hér til umræðu fyrir rúmu ári síðan kom fram sú gagnrýni sem vissulega var að mörgu leyti réttlát að ekki væri gert ráð fyrir fulltrúa aldraðra í ráðið. Væri þó engu minni ástæða til að fulltrúi þessa hóps ætti sæti í tryggingaráði en þau samtök sem frv. gerði ráð fyrir. Í grg. frá Helga Seljan kom fram að hann hafði hugleitt þann möguleika en taldi vandséð hvaða aðili það væri sem gæti tilnefnt fulltrúa aldraðra. Og það reyndist raunar alls ekki auðvelt. Vissulega er hér á landi starfandi alls konar félagsskapur aldraðra, svo sem eins og félög eldri borgara, félög ellilífeyrisþega og samtök aldraðra. Þessi félög mynda þó engin heildarsamtök fyrir allt landið og vantar mikið á að þau sinni eða nái til allra hópa aldraðra. T.d. eru engin samtök starfandi sem ná til allra þeirra sem dvelja á vistheimilum fyrir aldraða eða öðrum stofnunum. Þar er ekki um nein þau samtök að ræða sem taka á þeim vandamálum sem upp kunna að koma og er það út af fyrir sig verkefni sem þarf að taka á og leysa því ekki er síður nauðsynlegt að þessi hópur aldraðra eigi sér samtök eða fulltrúa sem gæta hagsmuna þeirra. Það reyndist sem sagt alls ekki auðvelt að finna einhvern þann félagsskap sem væri eins konar samnefnari fyrir aldraða. Niðurstaða okkar flm. varð sú að í dag væri það helst fulltrúaráð Öldrunarfélags Íslands sem gæti verið þessi samnefnari.

Með þessum breytingum sem gerðar hafa verið á frv. Helga Seljans frá því í fyrra teljum við að komið hafi verið til móts við þær að mörgu leyti réttlátu gagnrýnisraddir sem þá komu fram í umræðu um málið. En það kom líka fram önnur gagnrýni sem ekki var eins vel rökstudd, en hefur þó að öllum líkindum átt sinn þátt í því að þegar frv. hafði verið afgreitt héðan úr hv. Ed. með ákveðnum breytingum og Nd. afhent málið til nefndar, fór það svo að nefndin skilaði því aldrei frá sér. E.t.v. hefur ástæðan verið sú að þeim hv. þm. sem í nefndinni áttu sæti hefur verið sagt að heildarendurskoðun á lögum um almannatryggingar stæði yfir og að rétt væri að láta frv. bíða þar til þeirri endurskoðun lyki. Mér dettur það svona í hug vegna þess að annað mál sem Alþb. hefur flutt og þýðir breytingar á þessum sömu lögum er nú í biðstöðu af þeim ástæðum.

Hvað sem líður allri heildarendurskoðun laga um almannatryggingar getur verið nauðsynlegt að taka afmarkaða þætti laganna út, ræða um þá hér á hv. Alþingi og afgreiða. Lög um almannatryggingar eru viðamikil og það hlýtur að vera tafsamt verk að endurskoða þau svo vel fari. Og ekki er víst að þau atriði laganna sem brýnar úrbætur þarf við geti beðið þess að þeirri endurskoðun ljúki. Afgreiðslu hv. Alþingis á þeim afmörkuðu þáttum getur nefnd eða þeir sem að endurskoðun laganna vinna tekið beint inn og ætti það að flýta verkinu frekar en að seinka. Það er því eða var engin ástæða til að stöðva málið í nefnd af þeirri ástæðu og hafa þær gagnrýnisraddir sem ég minntist á áðan líklega haft meira að segja.

Það eru þær raddir sem sögðu að þarna kæmu að málum aðilar sem ættu of ríkra hagsmuna að gæta fyrir umbjóðendur sína til þess að geta tekið hlutlausar ákvarðanir.

Æðsta stjórn Tryggingastofnunar ríkisins er tryggingaráð og það er rétt að það eru oft og tíðum vandasömustu málefnin sem tryggingaráð fær til úrlausnar, þau mál sem snerta beint eða óbeint þá aðila sem í frv. er lagt til að eignist aðild að ráðinu. Í stjórnarnefnd um málefni fatlaðra þarf líka að kveða upp erfiða og vandasama úrskurði í málum sem snerta þessa aðila eða umbjóðendur þeirra beint. Í þessari nefnd á fulltrúi frá Öryrkjabandalaginu og Þroskahjálp verðugan sess og ekki hefur heyrst að það hafi valdið neinum hagsmunaárekstrum. Þvert á móti hefur það gefist vel að þessir aðilar, sem virkilega þekkja af eigin raun þau málefni sem verið er að fjalla um hverju sinni, eru þar ráðamenn með fullri ábyrgð á allri ákvarðanatöku. Árekstrar eru þá minni, verkefnin auðleystari og niðurstaðan réttlátari. Með þessum orðum er ekki á nokkurn hátt verið að vantreysta þeim fulltrúum sem nú sitja í tryggingaráði og kosnir eru til þeirra starfa af Alþingi, en aðeins verið að benda á að samvinna þeirra fulltrúa og svo þeirra, sem þau málefni sem tryggingaráð fjallar um snerta beint, hlýtur að skila okkur betri og réttlátari ákvarðanatöku. Reyndar hefur mér virst að yfirleitt sé sú regla í heiðri höfð hér á hv. Alþingi að velja menn í nefndir með tilliti til reynslu og þekkingar í ákveðnum málaflokkum. Þannig má finna bændur í landbúnaðarnefndum, en auðvitað ekki eingöngu því að fleiri sjónarmið þurfa að koma fram í landbúnaðarmálum en þeirra einna.

Það er styrkur hv. nefndarmönnum í heilbr.- og trn. að hafa í sínum hópi lækni með þekkingu og vinnubrögð sem tíðkuð voru á fyrri hluta þessa þings þar sem málin komu fram sem ríkisstjórnin sýndi á fyrri hluta þingsins, á aðventunni, síðustu þrjár vikurnar fyrir jól. Og ef heldur fram sem horfir þá megum við trúlaga vænta þess að hér komi vorglaðningurinn að páskahléi loknu, ein 50 stjfrv. ef ríkisstjórnin heldur sig við það sem hún boðaði sl. haust. Það sér auðvitað hver maður að hér eru á ferðinni vinnubrögð sem eru þinginu alls ekki sæmandi og hæstv. ríkisstjórn náttúrlega ekki til vegsemdar.

Ég man ekki betur en það hafi verið áréttað af forustu þingsins að svona vinnubrögð væru ekki til fyrirmyndar og það yrði reynt að bæta úr þessu, en það virðist hafa komið fyrir lítið og ég vænti þess að við fáum hér að heyra frá eina hæstv. ráðherranum sem viðstaddur er, hæstv. iðnrh. Það er nú heldur skárra en þegar við ræddum þessi mál 11. nóv. því þá var enginn ráðherra viðstaddur. Nú er þó einn ráðherra hér í hv. þingdeild. (ÓÞÞ: Valdamikill.) Og sagt er að hann sé valdamikill ráðherra. Já, ég hygg að hæstv. ráðherra hafi mátt gegna fyrir aðra sem fjarverandi voru ekki alls fyrir löngu og ekki er það lakara ef ráðherrann á mikið undir sér í ríkisstjórninni.

Ég vil rifja það upp, herra forseti, hvernig staðan er hjá einstökum ráðherrum miðað við þá lista sem fyrir lágu þegar hæstv. forsrh. flutti stefnuræðu sína. Þar er staðan þannig að hæstv. fjmrh. hefur lagt fram 14 frv. af 18 boðuðum, hæstv. dómsmrh. hefur lagt fram 11 frv. af 20 boðuðum, hæstv. félmrh. hefur lagt fram 4 frv. af 7 boðuðum, hæstv. menntmrh. hefur lagt fram 4 frv. af 13 sem hann boðaði að leggja hér fram í þinginu. Og þá er það hæstv. viðskrh., hann hefur lagt fram 3 frv. af 10, hæstv. sjútvrh. 3 af 5 sem boðuð voru, hæstv. heilbrrh. 3 af 10, utanrrh. það eina frv. sem hann boðaði að hann mundi flytja, enda hefur sá ráðherra ekki mikið verið í þingsölum í vetur svo það var eðlilegt að hann setti sér ekki hátt mark í flutningi mála hér inni í þinginu, og hæstv. iðnrh. sem hér er viðstaddur hefur flutt eftir þessari skrá, ef ég hef tekið rétt upp úr henni, 1 frv. á þessu þingi af 5 sem hann boðaði að leggja hér fyrir þingið. Og ekki er allt talið, herra. forseti, því hæstv. landbrh. hefur lagt fyrir þingið 2 frv. af 8 sem hann boðaði og hæstv. samgrh. 2 af 3 og tel ég þá með það frv. sem mun frá honum komið og barst hér inn í þingið í dag.

Herra forseti. Mér finnst fyllsta ástæða til að þessi mál séu rædd hér. Líka í ljósi þess að síðustu vikur hefur ekki verið nýttur reglubundinn tími þingdeilda nema stöku sinnum. Hér hafa það verið varaþingmenn öðrum fremur sem hafa séð fyrir verkefnum inni í þinginu núna síðustu daga og vikur, en frá ríkisstjórninni kemur ekki nokkur skapaður hlutur og málin hennar 23 talsins óafgreidd í þinginu hvíla inni í nefndum í fyrri deild, flest hver. Og á fundi þessarar hv. deildar í dag er eitt frv. til umræðu, flutt af varaþingmanni sem hér situr, en þeir eru margir sem komið hafa hér inn í þingið og skapar það vissulega tilbreytingu og oft hressandi andblæ hér í þingsölum.

Ég vænti þess að þessi mál verði hér rædd og skýrð af talsmanni ríkisstjórnarinnar sem hér er á fundi, hæstv. iðnrh., og að hæstv. forseti greini okkur frá því hvaða augum forusta þingsins lítur á þessa stöðu mála. Ég hef ekki samanburð við fyrri ár en ég hygg þó að hér standi alveg óvenjulega illa á varðandi þingmál frá hæstv. ríkisstjórn og hefur það þó oft á fyrri þingum ekki verið til fyrirmyndar. Ég orðlengi þetta ekki, herra forseti, en taldi ástæðu til að taka þetta mál hér upp undir umræðu um þingsköp.