16.03.1988
Efri deild: 71. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 5803 í B-deild Alþingistíðinda. (3915)

202. mál, Háskólinn á Akureyri

Svavar Gestsson:

Herra forseti. Mér fannst eðlilegt að það yrði kannað í atkvæðagreiðslu einu sinni eða svo við meðferð málsins hversu mikinn liðsstyrk stjórnarliðið hefur í deildinni þegar verið er að afgreiða þetta mikilvæga mál. Það kom í ljós að stjórnarliðið er í minni hluta, var með sjö menn af 21, og er það mikið afrek í sjálfu sér að það skuli koma fram með þessum hætti áhugi stjórnarliðsins á því að afgreiða lög um Háskólann á Akureyri. Ég tel ástæðu til að leyfa stjórnarliðinu einu áfram að glíma við þetta sérstaka ákvæði og greiði því ekki atkvæði, herra forseti.