17.03.1988
Sameinað þing: 61. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 5851 í B-deild Alþingistíðinda. (3957)

320. mál, hreindýr

Sverrir Hermannsson:

Herra forseti. Ég ætla ekki að blanda mér í þessar stórfróðlegu umræður (ÓÞÞ: Það er gott.) að marki, en ég fagna því að við skulum hafa eignast mann sem hefur vit á þessum málum og hefur úrskurðað að hreindýrastofninn, meira en 200 ára gamall þótt einhver dýr hafi verið tamin þegar þau voru flutt inn, sé enn þá búsmali eins og hann vill álíta.

Ég fékk í hendur frumvarpsdrög á sínum tíma og rækilegt álit, held ég, á árinu 1986, velti þessu máli fyrir mér, en fékk ekki fangs á því. Ég vil aðeins benda félaga mínum af Austurlandi, hv. 2. þm. Austurl., á að þessi grein hefur verið, eins og margar aðrar, svelt mjög af fjárveitingavaldinu. Hér um bil ekkert hefur verið til ráðstöfunar til þess að stunda þær nauðsynlegu rannsóknir sem þarf að framkvæma á dýrastofninum. Það er ekki kæruleysi sem veldur að menn hafa ekki hugað betur að þessum málum.

En auðvitað, svona að lokum, er ekkert vit í því sem fram hefur komið hjá hv. 2. þm. Vestf.