17.03.1988
Sameinað þing: 62. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 5891 í B-deild Alþingistíðinda. (4015)

358. mál, hálendisvegir

Albert Guðmundsson:

Virðulegi forseti. Ég skal ekki lengja þessar umræður, en síðustu orð hv. 4. þm. Austurl. gætu orðið til þess að þeir sem væru á báðum áttum mundu kannski taka hann alvarlega og fella þessa till. Ég verð að segja að þetta er góð till. Hún er tímabær þó að framkvæmdin sé langt fram undan. Við eigum að vinna með þessum fyrirvara í störum verkefnum.

Ég lýsi stuðningi við þessa till. Hún truflar ekki neitt af því sem hv. þm. Austf. Jónas Pétursson kom með á sínum tíma þegar hann gerði till. um hringveginn og hringvegurinn er orðinn að veruleika og var þá talinn af sumum eins fjarlægur draumur og þessi till. virðist í dag. Ég óska hv. 1. flm. til hamingju með þessa till. og lýsi stuðningi við hana.