23.03.1988
Neðri deild: 73. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 6073 í B-deild Alþingistíðinda. (4123)

Frumvarp til áfengislaga

Albert Guðmundsson:

Hæstv. forseti. Ég er óánægður með frestun á afgreiðslu þeirra mála sem eru samkvæmt dagskrá nr. 1 og nr. 3 og mótmæli þeirri frestun. Ég var sjálfur búinn að ráðstafa mér annað á þeim tíma sem nú er ákveðið að hafa atkvæðagreiðslu um þessi mál og reikna þar af leiðandi tæplega með að breyta því „prógrammi“ mínu fyrir daginn í dag. Ég óska eftir skýringu á þessari frestun og vona að hún sé sterkari þeim rökum sem ég hef til þess að vera fjarverandi.