23.03.1988
Neðri deild: 73. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 6074 í B-deild Alþingistíðinda. (4128)

Frumvarp til áfengislaga

Forseti (Jón Kristjánsson):

Ég vil upplýsa í þessu sambandi um þau atvik sem hér er um að ræða að viðkomandi ætla að mæta til þessa fundar þegar þeim er það mögulegt og hafa ekki beðið um fjarvist þess vegna formlega eins og venjan er. En ég vil geta þess (SV: Sem sagt koma á fund.) að hér er um tvö frv. að ræða, annað um iðnaðarlög en hitt um áfengismál, þannig að það er vegna beggja þessara mála sem þessar beiðnir hafa komið fram. (AG: Ég óskaði eftir frestun þangað til eftir páska. Hvenær fæ ég svarið?) Það verður ekki orðið við því. Það er auglýst að þessari atkvæðagreiðslu eigi að ljúka í dag og það verður reynt að finna möguleika til að ljúka henni á þessum degi.