23.03.1988
Neðri deild: 73. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 6084 í B-deild Alþingistíðinda. (4151)

293. mál, áfengislög

Ragnhildur Helgadóttir:

Herra forseti. Í ljósi í fyrsta lagi vísindalegra athugana margra landa sem hafa leitt í ljós að ný gerð áfengis til viðbótar öðrum eykur heildarneyslu áfengis og aukinni heildarneyslu fylgir aukið heilsutjón og annar vandi af völdum ofneyslu, í öðru lagi að af 15 bókuðum umsögnum til allshn. mæltu aðeins tvær með frv., í þriðja lagi í ljósi aðvarana frá 138 læknum, þar á meðal áfengismeðferðarlæknum og heilsugæslulæknum, sem bárust Alþingi í gær, og í fimmta og síðasta lagi í ljósi íslenskrar heilbrigðisáætlunar og þess markmiðs Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar að draga úr áfengisvanda með því að minnka heildarneyslu segi ég nei.